Miðvikudagur, 29. apríl 2009
5200 ráðnir í sumarvinnu hjá Rvíkurborg
Rúmlega 5200 verða ráðnir í sumarstörf hjá Reykjavíkurborg. Þar af verði 4000 ungmenni ráðin til Vinnuskóla Reykjavíkur og hafa aldrei fleiri verið ráðnir, segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, segir þetta í samræmi við áherslu borgaryfirvalda um að tryggja eins mörg sumarstörf og kostur sé við núverandi aðstæður.
Skráning í Vinnuskóla Reykjavíkur stendur enn yfir og er hægt að sækja um til 24. maí. Að auki munu fagsvið borgarinnar ráða í sumarafleysingar með svipuðum hætti og undanfarin ár, eða um 1.240 einstaklinga. (ruv.is)
Það er ánægjulegt,að borgin skuli ætla að ráða svio marga í vinnu í sumar.Ekki veitir af í atvinnuleysinu
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.