Fimmtudagur, 30. apríl 2009
Ólafur Arnarson lýsir falli Glitnis
Komin er út bókin Sofandi að feigðarósi eftir Ólaf Arnason,fyrrverandi aðstoðarmann Ólafs G.Einarssonar,menntamálaráðherra og framkvæmdastjóra þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Í bókinni fjallar Ólafur um aðdragandann að bankahruninu.Hann lýsir ítarlega hruni Glitnis og er sú frásögn ævintýraleg.Það sem vekur mesta athygli er það,að þjóðnýting Glitnis er ákveðin í Seðlabankanum en ekki í ríkisstjórninni.Björgvin G.Sigurðssyni,bankamálaráðherra er haldið utan við undirbúning málsins.Davíð Oddsson boðar sjálfur ráðherra og fulltrúa stjórnarandstöðunnar í Seðlabankann til þess að greina frá þjóðnýtingunni. í bókinni segir:" fyrstu viðbrögð viðskiptaráðherra við þessum fregnum voru að sögn að spyrja hvort nota ætti þetta til að koma Baugi á hausinn."
Ólafur Arnarson rekur í bókinni,að afleiðingar þjóðnýtingar Glitnis hafi verið að erlend matsfyrirtæki hafi strax í kjölfarið lækkað mat á íslensku bönkunum og á ríkissjóði.og í kjölfar þjóðnýtingarinnar hafi allir bankarnir fallið,fjármálakerfið hrunið.
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.