Vöruskiptajöfnuður hagstæður um 8,3 milljarða í mars

Íslendingar fluttu út vörur fyrir fyrir 34,7 milljarða í marsmánuði og inn fyrir 26,5 milljarða króna. Vöruskiptin í mars voru því hagstæð um 8,3 milljarða króna að því er fram kemur á heimasíðu Hagstofunnar. Fyrir ári síðan vou vöruskiptin  óhagstæð um 3,1 milljarð króna á sama gengi.

Fyrstu þrjá mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 100,7 milljarða króna en inn fyrir 86,1 milljarð. Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 14,6 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 37,5 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 52,1 milljarði króna hagstæðari en á sama tíma árið áður.

Verðmæti útflutnings á fyrstu þremur mánuðum ársins hefur dregist saman um 14,7 prósent miðað við sama tíma í fyrra og nam það 17,4 milljörðum. „Sjávarafurðir voru 42% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 13,2% minna en á sama tíma árið áður. Útfluttar iðnaðarvörur voru 49% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 15,3% minna en á sama tíma árið áður.

Mestur samdráttur varð í verðmæti útflutnings iðnaðarvara, aðallega áls," segir í tilkynningu Hagstofunnar. Verðmæti vöruinnflutnings hefur einnig dregist saman og var 69,4 milljörðum, eða 44,6 prósentum minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður. „Samdráttur varð í verðmæti nær allra liða innflutnings, mest í fjárfestingavöru og flutningatækjum," segir að lokum. (visir.is)

Þetta ertu ánægjulegar fréttir og gefa von um að  unnt verði að lækka vexti fljótlega.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband