Við höfum ríkisstjórn

Menn eru farnir að hneykslast á því,að stjórnarflokkarnir taki of langan tíma í að semja nýjan stjórnarsáttmála.Það er engin ástæða til þess.Ríkisstjórnin hefur traustan þingmeirihluta og hefur yfirlýsingu forseta Íslands um að hún geti tekið sér þann tíma sem þurfi til þess að semja nýjan stjórnarsáttmála.Þó kosningar hafi farið fram þarf ríkisstjórnin ekki að segja af sér.Aðeins ef breytt er um ráðherra þarf að leita til forseta og mynda nýja stjórn eða skipta um ráðherra.

Það styrkir að vísu stjórnina að útkljá deilumál um ESB.En ef ríkisstjórnin nær ekki samkomulagi um það mál getur hún lagt það mál til hliðar og  ei að síður setið áfram.Alþingi getur að vísu samþykkt að hefja eigi aðildarviðræður við ESB.En meirihluti í því máli byggist á Samfylkingunni.´

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband