Fimmtudagur, 30. apríl 2009
Borgarahreyfingunni finnst seint ganga
/Borgarahreyfingin hélt´
þingflokksfund í dag. Gerð var ályktun þar sem gagnrýndur er seinagangur í stjórnarmyndunarviðræðum og foringjastjórnmál einnig gagnrýnd. Það er misskilningur hjá Borgarahreyfingunni ,að seinagangur sé á stjórnarmyndunarviðræðumþÞær ganga ágætlega. Ríkisstjórnin hefur nægan tíma og samþykki frá forseta Íslands. Með því að stjórnin hefur öruggan meirihluta liggur henni ekki eins á og ella væri.Hún getur unnið að öllum verkum svo sem varðandi heimili og atvinnulíf og ríkisfjármál.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ríkisstjórninni liggur kannski ekki mikið á en fjölskyldunum í landinu liggur á að fá lausnir á sínum málum og þar skiptir hver dagur miklu máli. Eftir að hafa rætt við fjölda fólks nú í kosningabaráttunni er það deginum ljósara að það verður að grípa til neyðarráðstafana fyrir heimilin ekki seinna en strax!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.4.2009 kl. 16:42
Björgvin,
Þetta felst ég ekki á. Það er með ólíkindum að hlusta á málflutning sem þennan. Það er óþarfi að tala um að þetta fólk sé að misskilja eitthvað, þvert á mót þá held ég að þingheimur eigi eftir að fá að kynnast því hvað er að hafa svona fólk í þinginu. Þetta eru ekki Ali-ræktaðir flokksdindlar heldur hreinræktaðir Íslendingar eins og þeir gerast bestir.
Eitt er þó víst að þetta verður fjör og ekkert verður aftur eins og það var áður. Kannski eru það því einhverjir aðrir sem eru að misskilja hlutina:
bkv
sandkassi (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 16:43
Ég hefði nú haldið að við þjóðfélagsaðstæður sem þessar væri þörf fyrir töluvert meira en hraða snigils á stjórnarheimilinu. Fer ekki allur tími Jóhönnu í það að tjónka við Steingrím vegna ESB.
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.