Föstudagur, 1. maí 2009
Baráttudagur verkalýðsins,1.mai
Í dag er 1.mai, baráttudagur verkalýðsins hér og um allan heim. Launþegar minnast í dag unninna sigra í kjarabaráttunnni og undirbúa kröfur framtíðarinnar. Aðstæður eru í dag sérstæðar hér á Íslandi,þar eð fjármálakerfi landsins hrundi allt sl. haust og 18000 manns eru atvinnulausir í landinu.Kaupmáttur launa hefur minnkað um tæp 10 % sl. 12 mánuði.Það er því erfitt hjá lægst launuðu launþegum en verst er ástandið hjá þeim sem misst hafa vinnuna. Ljóst er að við .þessar aðstæður er barátta verkalýðsins fyrst iog fremst varnarbarátta. Baráttan snýst um að standa vörð um það sem áunnist hefur og hún snýst um félagsleg réttindi og að auka atvinnu í landinu.En verkalýðshreyfingin getur ekki sætt sig við hvað sem er í kjaramálum.Hún hlýtur að krerfjast þess að kaupmáttur verði aukinn smátt og smátt á ný.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.