Föstudagur, 1. maí 2009
Ólafur Arnarson: Ábyrgðin liggur hjá formönnum stjórnarflokkanna,sem skiptu bönkunum milli pólitískra vina
Ólafur Arnarson,góður og gegn sjálfstæðismaður,sem skrifaði bókina Sofandi að feigðarósi segir svo um það hverjir beri ábyrgð á bankahruninu:
"Sökina eiga þeir.sem ákváðu að selja bankana aðilum,sem engan bakgrunn höfðu í bankarekstri.Sú ábyrgð liggur hjá formönnum stjórnarflokkanna,sem skiptu ríkisbönkunum milli pólitískra vina í jöfnum helmingaskiptum.Hinir nýju eigendur hegðuðu sér nákvæmlega eins og við var að búast.Þeir beittu bönkunum sem fjármögnunartæki fyrir sig og fyrirtæki sín.Margar fjárfestingar voru góðar en mikill vill meira. Vöxturinn varð of hraður og of mikill og fyrr en varði var bankakerfið íslenska orðið allt of stórt fyrir hagkerfið íslenska. Þ ar hefðu Seðlabanki,Fjármálaftirlit og stjórnvöld átt að sporna við en gerðu ekki."
Margir aðrir hafa bent á þetta sama og Ólafur áður,m.a. Þorvaldur Gylfason,prófessor,sem margoft hefur bent á ,að bankarnir hafi verið afhentir mönnum sem höfðu enga þekkingu í bankarekstri.Einnig benti Þorvaldur manna mest á,að skuldsetning bankanna erlendis hafi verið alltof mikil og að Seðlabankinn hefði getað stöðvað hana. En ekki hefur áður komið fram eins beinskeytt gagnrýni frá " innanbúðarmanni" í Sjálfstæðisflokknum eins og felst í bók Ólafs Arnarsonar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.