Eigum að bakka út úr Ice save

Það voru mikil mistök hjá fyrri ríkisstjórn,þegar hún gaf undir fótinn með það að hún ætlaði að greiða Ice save reikningana í Bretlandi,ef eignir Landsbankans  og tryggingasjóður spariinnlána dygði ekki.Þetta voru alger mistök og okkuri ber engin skylda til þess að greiða þetta.Samkvæmt tilskipun ESB á ríki ekki að greiða ef tryggingasjóður innlána  dugar ekki ásamt eignum viðkomandi banka.Fyrri ríkisstjórn missti kjarkinn í þessu máli og gugnaði fyrir hótunum einhverra embættismanna hjá ESB og fyrir Bretum.Látið var í veðri vaka,að EES samningurinn væri í uppnámi og að Ísland fengi ekki lánið hjá IMF,ef íslenska ríkið greiddi ekki Ice save. Ég tel,að hvort tveggja hafi verið hræðsluáróður.Við áttum rétt á láni hjá IMF sem aðildarríki og IMF hefði ekki geta staðið á því að neita okkur um lánið út af alls óskyldu máli. Sama er að segja um EES. ESB hefði ekki getað staðið á því að torvelda framkvæmd EES samningsins vegna  sparireikninga í Bretlandi,sem einkabanki hafði stofnað til. Það er ekki stafur í tilskipun ESB um ábyrgðartryggingar spariinnlána,sem segir,að ríki eigi að greiða ef einkabanki eða ábyrgðarsjóður getur ekki greitt.

Nú er komin ný ríkisstjórn til valda hér og hún á að segja við Breta,að þetta verði ekki greitt.Ísland geti ekki greitt þetta enda ráðum við ekki við þessar greiðslur.Það voru mistök að gera Svavar Gestsson að formanni í samninganefnd um þetta mál. Hann ræður ekkert við þetta og hefur engan bakgrunn til samninga um erfið fjárhagsmálefni sem þessi.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Þú kannski leiðréttir mig, en sagði ekki Steingrímur um daginn vænta mætti glæsilegrar niðurstöðu í Icesave málinu, hef ekki séð hana enn.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 1.5.2009 kl. 13:52

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Látum höfunda sukksins greiða allt, ég ætla ekki að borga eina einustu krónu.

Finnur Bárðarson, 1.5.2009 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband