Ásýnd kreppunnar

Kreppan hér á landi er nú búin að vera í rúma 6 mánuði.Hvernig birtist hún? Hún birtist fyrst og fremst í gífurlegu atvinnuleysi.Alls eru nú 18000 manns atvinnulausir.Það er sá hópur,sem hefur það verst eftir að kreppan skall á. Atvinnulausir hafa 150 þús. kr. á mánuði í bætur eftir að  3 ja mánaða tímabili tekjutengdra bóta er lokið. Það er lítið og þýðir  mikið lakari lífskjör en áður. Allir aðrir hafa einnig orðið fyrir lífskjaraskerðingu,um það bil 10 % kaupmáttarskerðingu skv. opinberum mælingum en skerðingin er í raun mikið meiri vegna gífurlegra hækkana innfluttra vara.Atvinnurekendur hafa margir orðið fyrir miklu áfalli.Margir voru með fyrirtæki sem farin eru í þrot.Áfall atvinnulífsins er mjög mikið ekki síður en áfall launafólks.En með þetta allt í huga undrast ég auglýsingaflóð frá fyrirtækjum,einkum verlsunarfyrirtækjum í fjölmiðlum.Þegar maður les þessar auglýsingar er eins og við séum enn í "góðærinu". Er ekki unnt að draga aðeins úr þessum auðlýsingum og spara.Á margan hátt haga Íslendingar sér einnig eins og það sé engin kreppa.Sumir eru í afneitun og neita að breyta um lífsstíl en menn geta ekki lengi lamið hausnum við steininn.Kreppan er hér og hún mun dýpka.

Margir hafa lagað sig að aðstæðum og reyna nýjar leiðir til þess að drýgja tekjur sínar og bjarga sér. Ræktun matjurta er að stóraukast,Konur hafa dregið fram prjóna sína á ný,margir hafa skipt úr bíl yfir í reiðhjól

 og þannig má áfram telja. Það er ýmislegt unnt að gera.Þó menn hætti öllu bruðli er ekki þar með sagt,að fólk þurfi að vera neikvætt og svartsýnt. Við eigum eftir að vinna okkur út úr þessu og ef til vill fljótar en talið hefur verið.Horfum bjartsýn fram á veginn.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband