Reynt að létta þrýstingi af krónunni

Vinna Seðlabanka Íslands við að finna leiðir til að létta þrýstingi af íslensku krónunni er á lokastigi. Fljótlega verður hrint í framkvæmd áætlun um hvernig hægt sé að fá þá fjárfesta sem eiga krónueignir upp á mörg hundruð milljarða til að fjárfesta innanlands í gjaldeyrisskapandi fyrirtækjum til langs tíma. Seðlabanki Íslands stefnir að því að auglýsa fljótlega eftir umsóknum frá fyrirtækjum sem vantar fjármögnun í íslenskum krónum.

Í seðlabankanum hefur um nokkurt skeið verið unnið að því að finna leiðir til að létta þrýstingi af krónunni. Ein leið sem nefnd hefur verið er að fá þá fjárfesta sem eiga svokölluð jöklabréf eða aðrar eignir í krónum en vilja skipta yfir í erlenda mynt til að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum sem leggja út kostnað í krónum en tekjur í erlendri mynt. Þannig fengju þeir sem vilja komast út úr íslenska hagkerfinu eignir sínar greiddar út með gjaldeyristekjum fyrirtækisins og á löngum tíma í stað stutts. Þetta hefði ekki neikvæð áhrif á gjaldeyrisvaraforðann en myndi draga úr gjaldeyrisflæði til landsins næstu ár.

Kunnugir segja að þetta myndi ekki endilega verða til þess að styrkja gengi krónunnar mikið en myndi vissulega létta þrýstingi af henni enda nema krónueignir erlendra fjárfesta yfir 400 milljörðum króna. Færi sú upphæð úr landi í erlendri mynt myndi það hafa veruleg neikvæð áhrif enda er gjaldeyrishöftunum meðal annars ætlað að koma í veg fyrir að það gerist.

Heimildir fréttastofu herma að nú sé vinna við þessar aðgerðir á lokastigi og stefnt að því að gera íslenskum fyrirtækjum kleift að sækja um lán til að fjármagna starfsemi sína mjög fljótlega. Þegar hefur verið greint frá því að rætt hefur verið við Landsvirkjun og önnur orkufyrirtæki auk þess sem Norðurál hefur lýst yfir áhuga sínum á að fjármagna byggingu álversins í Helguvík með þessum hætti. Heimildir fréttastofu herma einnig að þessi leið sé þó fráleitt ætluð stóriðjufyrirtækjum eingöngu heldur öllum þeim fyrirtækum sem hafa tekjur í erlendri mynt. Allt fer þetta þó eftir vilja fjárfestanna og hvort þeir eru tilbúnir að fjárfesta hér innanlands.( ruv.is)

Hugmyndir Seðlabankans og viðskiptaráðherra um leiðir til þess að létta þrýstingi af krónunni virðast góðar. Ef tekst að koma þeim í framkvæmd  styttist í það,að  unnt verði að aflétta gjaldeyrishöftum  en þessi höft eru til bráðabirgða og tovelda frjáls viðskiptil.

 

Björgvin Guðmundsson


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband