Ástandið verra en stjórnin gerir sér grein fyrir

Er réttlætanlegt,að  fólksem á erfitt með að framfleyta sér hætti að greiða af húsnæðislánum sínum?Þessi spurning hefur mjög verið til umræðu að undanförnu vegna þess,að dæmi eru um að fólk hafi ákveðið að hætta að greiða af húsnæðislánum sínum. Forsætisráðherra og viðskiptaráðherra hafa af þessu tilefni sagt,að fólk megi ekki hætta að greiða af lánum sínum.Viðskiptaráðherra sagði,að flestir gætu staðið í skilum. Ég tel,að það sé rangt mat hjá viðskiptaráðherra. Mjög stór hópur,sennilega tugir þúsunda, ráða ekki við að greiða af húsnæðislánum sínum.En margt af þessu fólki þrengur mjög að sér og  dregur úr matarkaupum til þess að geta greitt af húsnæðislánunum.Það dregur í lengstu lög að leita aðstoðar hins opinbera,m.a. vegna þess að ferillinn er mjög torsóttur og gerir fólki erfitt fyrir. Þessu verður að breyta.Fólk hlýtur að láta matarinnkaup ganga fyrir  afborgunum af lánum.i Ástandið er mikið verra en ríkisstjórnin gerir sér grein fyrir. Það eru mjög margir í erfiðleikum. Í hádegisútvarpinu í dag var skýrt frá því,að 12 börn í Ingunnarskóla fengju daglega frían hádegismat,sem velunnari skólans greiddi,Börnin segja,að þau viti ekki hvort þau geti fengið kvöldmat heima vegna fjárhagserfiðleika.Þetta var samkvæmt viðtali við skólastjóra Ingunnarskóla. Ef ástandið er þannig,að einhver börn fá ekki nóg að borða þá eru stofnanir þjóðfélagsins ekki að standa í stykkinu. Félagsþjónusta Reykjavíkur á að styrkja þær fjölskyldur í Rvk. ,sem ekki hafa nægileg laun eða bætur frá almannatryggingum til þess að sjá sér farborða. Það eiga engin börn í íslensku þjóðfélagi að vera svo illa stödd að þau fái ekki að borða.Stjórnvöld,ríki og sveitarfélög verða að standa sig á vaktinni.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband