100 sagt upp á Suðurnesjum

Á annan tug fyrirtækja sagði upp starfsmönnum víðsvegar á Suðurnesjum nú um mánaðamótin. Tæplega 100 misstu þar vinnuna. Fyrir voru tæplega 1.900 manns án vinnu á Suðurnesjum, sem er tæplega 15% af vinnuafli. Atvinnuleysi mælist hvergi annarsstaðar á landinu meira en þar.

Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur segir að flestir þeirra sem misstu vinnuna nú hafi unnið í byggingageiranum. Hann segir mörg fyrirtækjana nú vera að losa um ráðningasamninga hjá mönnum sem hafi langan starfsaldur. Hann segir fréttirnar af uppsögnunum nú andstyggilegar. (ruv.is)

Þetta eru slæmar fréttir.Vonir hafa staðið til,að atvinnuástand batnaði með hækkandi sól en svo virðist ekki vera á Suðurnesjum.Sveitarfélög og ríki þurfa að gera allt sem mögulegt er til þess að auka atvinnu.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband