Óeðlilega miklar lántökur og persónulegar ábyrgðir eigenda bankanna

Fjölmiðlar hafa greint frá himinháum lánum sem einkabankarnir veittu eigendum sínum og  tengdum aðilum.Skýrt var frá slíkum lánveitingum hjá Kaupþingi og nú er greint frá því,að aðaleigandi Landsbankans,Björgólfur Guðmundsson, sé í ábyrgð fyrir 58 milljörðum í Landsbankanum.Þetta er ekki prentvilla.Hér er átt við milljarða.Hann á aðeins 12 milljarða í eignum á móti,að því er sagt er.

Hvernig má það vera,að eigendur,hluthafar og  tengdir aðilar hafi misnotað svona aðstöðu sína í bönkunum.Engu er líkara en að þeir hafi rekið bankana fyrir sjálfa sig.Það vantar ekki að þeir hafa látið félög í sinni eigu eða með sinni eignaraðild taka umrædd lán.En á sama tíma og lánveitingar til venjulegs fólks voru  naumt skammtaðar og hart gengið að venjulegum lántakendum  með greiðslur voru eigendur bankanna og tengdir aðilar að moka peningum út úr bönkunum,ekki milljónum,heldur millörðum.Þetta verður væntanlega allt rannsakað af rannsóknaraðilum hvort þetta var löglegt en hvernig sem það fer er þetta siðlaust með öllu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband