Á að svíkja kosningaloforðið um innköllun veiðiheimilda?

Morgunblaðið segir frá því á forsíðu í dag,að stjórnarflokkarnir ætli ekki að efna kosningaloforðið um innköllun veiðiheimilda vegna efnahagsástandsins.Þeir ætli að bíða með framkvæmd á því. Ef þetta er rétt er hér um mjög alvarlegt  mál að ræða.Það var skýrt kosningaloforð beggja stjórnarflokkanna,að veiðiheimilidir yrðu innkallaðar á 20 árum. Efnahagsástandið var álíka slæmt fyrir kosningar eins og nú þannig,að ef unnt var að innkalla veiðiheimildir þá á ´það að vera unnt nú.Telja má líklegt,að stjórnarflokkarnir hafi fengið mikið af atkvæðum einmitt út á þetta kosningaloforð.Ef til vill hefur þetta mál einmitt skipt sköpum varðandi það að stjórnarflokkarnir náðu meirihluta í kosningunum.Það er þess vegna ekki unnt að segja eftir kosningar,að þetta kosningalofirð verði ekki efnt. Ef breyta á framkvæmdinni verður að ræða það við flokksmenn beggja flokka og kjósendur.Annað eru svik.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband