Miðvikudagur, 6. maí 2009
Vöruskiptajöfnuður hagstæður um 16,9 milljarða í ár
Samkvæmt bráðabirgðatölum, sem Hagstofan birti í morgun, nam útflutningur 31,7 milljörðum króna í apríl og innflutningur 29,4 milljörðum króna. Vöruskiptin í apríl, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 2,3 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum.
Samkvæmt þessu hefur afgangur á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, mumið 16,9 milljörðum króna fyrstu fjóra mánuði ársins.
Í apríl í fyrra var 14,1 milljarðs króna halli á vöruskiptum í apríl og 32 milljarða króna halli, miðað við þáverandi gengi, á vöruskiptunum fyrstu fjóra mánuðina. (visir.is)
Þetta eru góðar tölur og styðja við það,að stýrivextir verði lækkaðir.Verðbólgan er á niðurleið og vöruskiptajöfnuður þróast á hagstæðan hátt.Það sem er slæmt er hið mikla atvinnuleysi. Það er stærsta verkefnið,sem þarf að leysa.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.