Borgarahreyfingin kvartar til ESA vegna raforkuverðs

Borgarahreyfingin hefur farið fram á það við Orkustofnun að raforkuverð til álbræðslu verði gert opinbert. Þá hefur hreyfingin kvartað til eftirlitsstofnunar EFTA undan því að raforkuneytendur á Íslandi njóti ekki sanngirni og gagnsæi við samanburð á orkuverði.

Kvörtunina byggir Borgarahreyfingin á reglum Evrópuréttar um innri markaði sem fjalla meðal annars um viðskipti með raforku og rétt neytenda til raforkukaupa á sanngjörnu verði. Segir Borgarahreyfingin að sökum leyndar yfir raforkuverði til álfyrirtækja hér á landi sé illmögulegt að fjalla um rétt neytenda.
Sigurður H. Sigurðsson, framkvæmdarstjóri Borgarahreyfingarinnar, býst við að ESA kanni hvort íslenska löggjöfin samræmist þeim Evrópulögum, sem Ísland eigi að hafa tekið upp, og geri athugasemdir í samræmi við það.
Hann vonast til að þetta verði til þess að orkuverðið verði upplýst eins og margir hafi oft og víða beðið um, en ekki fengið. (ruv.is)
Það er athyglisvert,að Borgarahreyfinfgin skuli taka þetta mál upp.Það hefur víðtækan stuðning í þjóðfélaginu ,að fá öll þessi mál upp á borðið.Það er óþolandi,að leynd skuli ríkja um orkuverð til álfyrirtækja.
Björgvin Guðmundsson 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband