Mikill meirihluti vill sækja um aðild að ESB

61,2% þjóðarinnar eru mjög hlynnt eða frekar hlynnt því að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið, samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Ríkisútvarpið. 26,9% eru frekar eða mjög andvíg. 11,8% svara hvorki né.

Stuðningur við aðild er mun meiri í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum en á landsbyggðinni. Stuðningur eykst með auknum tekjum og meiri menntun.

Fleiri styðja aðildarviðræður en eru þeim andvígir í öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki. Yfir 90% þeirra sem kusu Samfylkinguna vilja aðild. 47% Vinstri grænna vilja aðildarviðræður en 36% prósent eru þeim andvíg. 41% Sjálfstæðismanna vilja viðræður en 48% eru andvíg.

Þegar spurt er hvort menn séu hlynntir eða andvígir aðild, skiptist þjóðin í nánast jafnstóra hópa. Þeir sem eru hlynntir aðild eru þó litlu fleiri en þeir sem eru andvígir. Ekki er marktækur munur á þeim sem eru hlynntir aðild og þeim sem eru á móti.

Samfylkingin hefur algjöra sérstöðu þegar kemur að áhuga á aðild að Evrópusambandinu. Nærri 80% vilja aðild en aðeins 7% eru á móti. Stuðningsmenn Borgarahreyfingarinnar vilja greinilega aðild en meðal stuðningsmanna hinna flokkanna eru fleiri andvígir en hlynntir.

Könnunin var gerð dagana 29. apríl til 6. maí. Í netúrtaki voru þrettán hundruð manns og var svarhlutfall ríflega sextíu prósent.

 

Björgvin Guðmundsson

 
 
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband