Fimmtudagur, 7. maí 2009
Stýrivextir lækka um 2 1/2 % stig
Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 2,5 prósentustig, úr 15,5 prósentum í 13 prósent .
Peningastefnunefnd bankans mun kynna rökstuðning fyrir ákvörðun sinni klukkan 11 í dag.
Vextir daglána lækka einnig um 2,5 prósentur en aðrir vextir Seðlabankans lækka um þrjár prósentur.
Lækkunin er í takt við spár greinenda. Greiningardeild Íslandsbanka spáði 1,5 til 2,5 prósentustiga lækkun. Og Royal Bank of Scotland spáði 2,5 prósentustiga lækkun svo dæmi séu tekin.(visir.is)
Þetta er frekar lítil lækkun og vextir hefðu þurft að lækka talsvert meira. Enn eru vextir alltof háir fyrir atvinnulifið.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:32 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.