580 fyrirtæki í þrot frá áramótum

Fyrstu fjóra mánuði ársins hafa 580 íslensk fyrirtæki farið í greiðsluþrot, þar af hafa 319 fyrirtæki verið tekin til gjaldþrotaskipta. Flest fyrirtæki störfuðu í byggingariðnaði eða 151 fyrirtæki. Næstflest fyrirtæki störfuðu á sviði verslunar og þjónustu eða samtals 109 fyrirtæki.

Þetta kemur fram í skýrslu sem Creditinfo hefur tekið saman um stöðuna. Þau fyrirtæki sem fara í greiðsluþrot án gjaldþrotaskipta eru oft fyrirtæki sem eiga ekki eignir fyrir skuldum, hafa fengið á sig árangurslaust fjárnám eða hafa ekki sinnt lögmætri fjárnámsboðun.

Séu fyrirtæki komin í þann farveg er ljóst að greiðslugeta skulda er ekki fyrir hendi og teljast þau því komin í greiðsluþrot, skilgreind sem ógjaldfær fyrirtæki. Gera þarf ráð fyrir að upplýsingar um greiðsluþrot fyrirtækja í mars og apríl eigi enn eftir að berast Creditinfo um nokkur fyrirtæki.

Þessar tölur eru í samræmi við fyrri spár Creditinfo um fjölda greiðsluþrota næstu mánaða en í dag stefna enn tæplega 3.300 fyrirtæki í greiðsluþrot miðað við óbreyttar aðstæður. Creditinfo vonast til að þessi tala lækki eitthvað á næstu vikum og mánuðum, t.d. með lækkandi stýrivöxtum, en þó skal hafa í huga að stýrivextir eru enn mjög háir og rekstrarskilyrði íslenskra fyrirtækja mjög erfið. Þá má gera ráð fyrir að lækkun stýrivaxta taki alltaf smá tíma að hafa jákvæð áhrif á atvinnulífið.

Ef aðeins er horft til þeirra fyrirtækja sem tekin hafa verið til gjaldþrotaskipta frá áramótum má sjá að í apríl voru 59 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta. Þetta er 12 fyrirtækjum fleiri en í sama mánuði í fyrra en þá voru þau 47 talsins. Hér þarf að gera ráð fyrir að í páskamánuði eru gjaldþrotaskiptamál almennt færri en í öðrum mánuðum.

Ef fjöldi gjaldþrota fyrirtækja tímabilið janúar - apríl 2009 er borin saman við janúar - apríl 2008 má sjá að heildarfjöldi gjaldþrota fyrirtækja er 42,4% meiri nú en á sama tímabili árið 2008. Af 319 gjaldþrotum í ár hafa 78 byggingarfyrirtæki verið tekin til gjaldþrotaskipta og 61 fyrirtæki í verslun og þjónustu.(visir.is)

Þetta er hörmulegt ástand.Öll þessi gjaldþrot fyrirtækja leiða í ljós,að íslenskt atvinnulíf er í lamasessi.Hér veldur margt: Hrun bankanna og lokun þeirra gagnvart fyrirtækjum. Þau fá enga lánafyrirgreiðslu.Eftirspurn eftir vörum hefur hrapað.Byggingariðnaðurinn hefur hrunið.Vextir eru alltof háir og þannig mætti áfram telja. Ef  vextir verða ekki snarlega stórlækkaðir verður ríkisstjórnin að taka í taumana og taka ákvörðun um vaxtabreytingar af Seðlabankanum. Það mundi þýða,að það yrði að ryfta samkomulaginu við IMF.

 

Björgvin Guðmundsson




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband