Föstudagur, 8. maí 2009
Ekki nóg gert fyrir heimilin
Er búið að gera nægilegar ráðstafanir til aðstoðar heimilinum í kjölfar bankahruns? Svarið er nei. Það er ekki búið að gera nóg. Ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar. En bæði er að þær hafa ekki verið kynntar nógu vel og almenningur hefur enn ekki nýtt sér öll þau úrræði sem í boði eru. En auk þess vantar frekari úrræði. Greiðsluaðlögun,sem kemur til framkvæmda 15.mai er ætluð þeim heimilum sem eru komin í þrot eða alveg að komast í þrot.Áður var búið að tala um að gjaldþrotum og uppboðum yrði frestað til hausts. Það vantar nýtt úrræði fyrir þá,sem ekki ráða við að greiða af lánum sínum en eru samt ekki komnir í þrot. Þetta er fólk,sem pínir sig til þess að halda lánum í skilum enda þótt það geti það strangt til tekið ekki.Þessi hópur þarf að fá einhverja niðurfellingu á lánum sínum. Það dugar ekki,að menn verði að fara til héraðsdóms,ef þeir ætla að sækja um einhverja niðurfellingu. Það vilja menn ekki. Það þarf niðurfellingu á hluta skulda hjá þeim,sem þurfa á því að halda en ekki niðurfellingu yfir línuna. Það á ekki að bíða eftir því að fólk komist i þrot.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.