Stjórnarsáttmáli á lokastigi

Viðræður Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um myndun nýrrar ríkisstjórnar eru vel á veg komnar og fastlega er gert ráð fyrir að nýr stjórnarsáttmáli verði kynntur um helgina. Fyrst þurfa flokksstjórn og flokksráð flokkanna að samþykkja sáttmálann, auk þingflokkanna.

Flokksráð VG hefur verið kallað saman til fundar á sunnudagsmorgun og sama dag er gert ráð fyrir að flokksstjórn Samfylkingarinnar komi saman, en þar sitja um 300 manns.

Viðræður forystumanna flokkanna héldu áfram í gær og fram á kvöld, og m.a. voru kallaðir til upplýsingafundar talsmenn lífeyrissjóðanna.

Samkvæmt upplýsingum blaðsins má reikna með fækkun ráðuneyta en óljóst er hvort ráðherrunum tíu fækkar frá því sem nú er. Sameining ráðuneyta mun þó ekki koma til framkvæmda nema í áföngum og í fyrsta lagi um næstu áramót, þar sem starfsemi þeirra og fjárveitingar eru bundin fjárlögum þessa árs. Meðal þess sem hefur verið rætt er að styrkja ráðuneyti efnahagsmála, án þess að sameina þau með beinum hætti, þ.e. að flytja tiltekin verkefni úr fjármálaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu yfir í viðskiptaráðuneytið, m.a. yfirstjórn Seðlabankans.

Nýtt atvinnuvegaráðuneyti hefur verið nefnt, með samruna annars vegar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og hins vegar iðnaðarráðuneytisins. Einnig muni hluti af verkefnum þaðan færast yfir í nýtt umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Þingmönnum stjórnarflokkanna, sem rætt var við, bar þó ekki saman um hvort af þessum áformum yrði í endanlegum stjórnarsáttmála.(mbl.is)

Lítið hefur heyrst um ríkisfjámálin en þau skipta gífurlega miklu máli. Verða skattar hækkaðir og hvað verður skorið niður. Það verður að gæta þess að hækka ekki skatta á lágum og meðaltekjum. Og það verður að standa vörð um velferðarkerfið.Það má ekki skera  það niður.

 

Björgvin Guðmundsson

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband