Brown við sama heygarðshornið

Brown forsætisráðherra Breta endurtók sama,gamla leikinn, aftur á breska þinginu í fyrradag,þegar hann komst í vandræði vegna fjármálakreppunnar. Hann kenndi Íslendingum um vanda Breta og sagði,að Bretar væru í viðræðum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um endurgreiðslur vegna Ice save reikninga í Bretlandi.Svo virðist sem þetta hafi verið tilbúningur hjá  Brown. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kannast ekki við neinar viðræður Breta og IMF um málið.Deilan um Ice save er tvíhliða deila Ísleninga og Breta og IMF hefur ekkert með það mál að gera.Ef Bretar reyna að beita Íslendinga kúgunaraðgerðum gegnum IMF er það siðlaust og ólögmætt með öllu.Auk þess er það svo,að "íslenski" bankinn sem var til umræðu í breska þinginu var Kaupþing en ekki Landsbankinn. Það var því  dótturfyrirtæki Kaupþings,sem var til umræðu,sem er breskur banki, en ekki útibú Landsbankans,Ice save,sem er ísl. banki. Málefni dótturfyrirtækis Kaupþings í Bretlandi eru alfarið höfuverkur Breta sjálfra og  tilgangslaust að reyna að koma því máli yfir á Islendinga.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband