Hvað ætlar nýja stjórnin að gera fyrir eldri borgara og öryrkja?

Ný ríkisstjórn er í burðarliðnum,endurnýjuð ríkisstjórn Samfylkingar og VG.Nýr stjórnarsæáttmáli sér dagsins ljós um helgina.Hvað ætlar nýja stjórnin að gera fyrir aldraða og öryrkja? Kjör þessara hópa eru mjög slæm og ekki viðunandi í þjóðfélagi sem vill kalla sig velferðarríki.Um síðustu áramót voru kjör aldraðra og öryrkja skert.Aðeins 1/4 lífeyrisþega fékk þá fullar verðlagsuppbætur á  lífeyri sinn frá almannatryggingum en  3/4 fengu aðeins 9,6% hækkun sem var um  helmingur verðlagsuppbótar,sem lífeyrisþegar áttu að fá.  Það er forgangsmál að leiðrétta þetta. En síðan þarf að  afnema í áföngum skerðingu tryggingabóta vegna lífeyrissjóðstekna,t.d. taka upp 100 þús. kr. frítekjumark á mánuði sem fyrsta áfanga. Og einnig þarf að stórhækka frítekjumark vegna fjármagsntekna en það er aðeins 98 þús. krá á ári. Það þyrfti að vera a.m.k. 500 þús. á ári. Nýja ríkisstjórnin þarf að bregðast við öllum þessum málum.

 

Björgvin Guðmundssoin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð spurning hjá þér.

Þurfa öryrkjar og eldri borgarar nokkuð að óttast í dag.  Nú er loksins komið til valda það fólk sem mest hefur gagnrýnt "kjör" öryrkja og eldri borgara.  Loksins verður gerð leiðrétting á kjörum þeirra.  Nú er þeirra tími kominn.     

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband