Föstudagur, 8. maí 2009
Íslendingar drekka brennivín í kreppunni!
Fjölmiðlar skýrðu frá því í dag,að vín og áfengisneysla hefði aukist í sl. mánuði og að hún hefði aukist fyrstu 4 mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Mö.o.: Íslendingar hafa aukið áfengiskaup sín eftir að kreppan skall á. Hvernig má þetta vera? 18000 manns eru atvinnulausir,kaupmáttur hefur minnkað um 10% og gjaldþrotum fyrirtækja fer stöðugt fjölgandi.Maður hefði haldið,að þegar fjárráðin dragast saman mundu menn spara við sig í vín og áfengiskaupum en svo er ekki.Íslendingar eru engum öðrum líkir.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.