Söngvaseiður tókst vel

Gríðarlega góð stemning var á frumsýningu Söngvaseiðs í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi og voru leikarar klappaðir upp aftur og aftur. Þótti Valgerður Guðnadóttir ekki gefa Julie Andrews neitt eftir í hlutverki barnfóstrunnar frægu.

Leikararnir Valgerður Guðnadóttir og Jóhannes Haukur Jóhannesson litu ekki út fyrir að vera stressuð í förðun rétt fyrir frumsýningu á Söngvaseið í gærkvöldi enda líklega engin ástæða til.(mbl.is)

Það er gaman,að sýningin skyldi takast svona vel. Árið 1960 sá ég Sound of Music á Broadway í New York,með Julíe Andrews í aðalhlutverki. Það var mikil upplifun og gífurlega skemmtilegt.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband