Laugardagur, 9. maí 2009
Telur koma til greina að slíta stjórnmálasambandi við Breta
Stjórnvöld hafa ekki gætt hagsmuna Íslands nægilega vel gagnvart Bretum, að mati formanns Framsóknarflokks. Hann vill að íslensk stjórnvöld íhugi að slíta stjórnmálasambandi við Bretland fallist bresk stjórnvöld ekki á að aflétta beitingu hryðjuverkalaganna. Formaður Sjálfstæðisflokks segist ekki vera bjartsýnn á að hagstæðir samningar náist í Icesave deilunni.
Ummæli Gordons Brown, forsætisráðherra Bretlands, á breska þinginu í vikunni voru ekki til þess fallinn að bæta samskipti Íslands og Bretlands sem hafa verið stirð frá því Bretar beittu hryðjuverkalögum gegn Íslandi síðasta haust.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að málið kalli á hörð viðbrögð íslenskra stjórnvalda.
Nú þurfa íslensk stjórnvöld að sýna ákveðni í þessu máoí og allavega hringja í Gordon Brown. Það er náttúrulega hægt hvernig haldið hefur verið á þessu fram að þessu og það er ástæðan fyrir því að hann heldur áfram að færa sig upp á skaftið eins og margir gera þegar þeir komast upp með að ganga alltaf lengra og lengra. Íslensk stjórnvöld hafa ekki tekið á þessu í samræmi sem tilefni var til og þurfa að mótmæla að hörku, bæði gagnvart breskum stjórnvöldum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum."
Landsbankinn hefur enn ekki verið tekinn af hryðjuverkaskrá breskra stjórnvalda. Sigmundur segir ljóst að nú verði Íslensk stjórnvöl að hugleiða að slíta stjórnmálasambandi við Bretland fallist þau ekki á að aflétta beitingu hryðjuverkalaganna.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, segir að Bretar hafi beitt sér gegn samstarfi Óslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins síðastaliðið haust vegna Icesave-deilunnar. Hann segist ekki vera bjartsýnn á að Ísland nái viðunandi samningi vegna Icesave.
Ég er þeirra skoðunar að það hafi miðað alltof hægt í þeim viðræðum sem hrint var af stað í vetur. Þær vísbendingar sem við höfum fengið úr viðræðum við erlendu aðilana eftir að komist var að þessum sameiginlegum viðræðum gefa ekki tilefni til bjartsýni um tekið verið tillit til efnahagslegrar aðstæðna á Íslandi. Utanríkismálanefnd alþingis hélt þeim möguleika galopnum að ef að ekki tækjust viðunandi samningar í þessum viðræðum þá væri málið aftur komið á byrjunarreit," segir Bjarni. (visir.is)
Ég tel,að slíta hefði átt stjórnmálasambandi við Bretland strax og Bretar settu á okkur hryðjuverkalög.Enn hafa þeir ekki aflétt þeim.Það kemur því vel til greina enn að slíta stjórnmálasambandi við þá.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Bretland er stærsta viðskiptaland okkar hvað varðar útflutning. Þetta veit Gordon Brown. Ef við borgum ekki setja Bretar bara "Icesave" tolla á okkar útflutning og rúlla honum út um allt ESB. ESS samningnum verður sagt upp. Viðhorfið í ESB er að Ísland sé óþekkur krakki sem hefur lifað of hátt með því að sníkja sparifé af heiðarlegum ESB borgurum. Nú er komið að skuldardögum. Auðvita geta Íslendingar mótmælt en hlustar einhver fyrir utan landsteinana? Skiptir okkar innflutningur einhverju fyrir aðrar þjóðir? Hversu mörg störf hverfa í ESB ef Ísland yrði "lagt" niður? Þetta eru spurningar sem útlendingar velta fyrir sér. Allt tal um að slíta stjórnmálasambandi er óábyrgt og mun ekki vera í þágu þjóðarinnar.
Andri Geir Arinbjarnarson, 9.5.2009 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.