Ný stjórn í dag

Búist er við,að ný ríkisstjórn verði mynduð í dag á ríkisráðsfundi á Bessastöðum.Flokkarnir munu fjalla um stjórnarsáttmála og ráðherraskipan og gangi það að óskum verður stjórnin mynduð síðar í dag. Það,sem menn bíða helst eftir er stjórnarsáttmálinn og það hvernig stjórnin ætlar að taka á vandamálunum,svo sem ríkisfjármálum.Ætlar stjórnin að leggja á nýja skatta og þá hvernig skatta og á hverja og hvað ætlar stjórnin að skera niður?Þetta eru stóru spurningarnar.Stjórnarflokkarnir hafa sagt,að þeir vilji hlífa lágtekjufólki og meðaltekjufólki og að þeir vilji hlífa velferðarkerfinu við niðurskurði.Margir draga í efa að þetta sé kleift.Aðgerðir muni koma við alla. Væntanlega kemur það í ljós í stjórnarsáttmálanum hvernig á að ráðast í þetta.Þó er hugsanlegt að sáttmálinn verði almenns eðlis og ekki útlistað nákvæmlega hvernig fara á í hlutina. Þá er lítið gagn í honum. Við bíðum og sjáum.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband