Hafa grætt milljarða á kvótabraski

Kristinn H.Gunnarsson,fyrrverandi alþingismaður,var á Sprengisandi hjá Sigurjóni Egilssyni á Bylgunni í morgun.Þeir ræddu m.a. kvótakerfið og tillögur stjórnarflokkanna um að innkalla kvótann á 20 árum.Kristinn taldi það ekkert mál að innkalla kvótann.Hann sagði,að útgerðarmenn hefðu braskað mikið með kvótann og flutt hann af landsbyggðinni á suðvesturhornið. Þeir ættu að skila kvótanum aftur.Kristinn tók sem dæmi Þorbjörn í Grindavík sem hefðu keypt skip og kvóta  frá Bolungarvík á góðu verði.Þorbjörn hefði lofað að reka skipin áfram á Bolungarvík,þ.e. nýta kvótann áfram fyrir Bolvíkinga.En þetta hefði verið svikið.Þorbjörn hefði farið með kvótann burt frá Bolungarvík og grætt um 1 milljarð á þessum viðskiptum.Þeir ættu að skila kvótanum aftur til Bolungarvíkur.

Þetta er aðeins eitt af mörgum dæmum.Hið sama gerðist þegar Samherji keypti Guðbjörgina  frá Ísafirði.Því var lofað að Guðbjörgin yrði áfram gerð út frá Ísafirði það var svikið. Farið var með kvótann burt frá Ísafirði til Akureyrar. Og hið sama gerðist þegar HB á Akranesi keypti skip og kvóta frá Miðnesi í Sandgerði og þegar Meitillinn keypti skip og kvóta frá frystihúsinu á Stokkseyri.Í öllum tilvikum var lofað að útgerð og kvóti héldist áfram í sjávarplássunum,sem skipin höfðu verið  í en  í öllum tilvikum var það svikið. Útgerðirnar,sem keyptu kvótana græddu milljarða á þeim en nú væla þær um að geta ekki skilað 5% á ári af kvótum,sem þjóðin á og síðan fái þeir að kaupa kvóta til baka.Þetta er ekkert annað en hræðsluáróður.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband