Sunnudagur, 10. maí 2009
Leið til þess að losna við Jöklabréfin
Nokkur fyrirtæki hafa sýnt áhuga á að taka erlend lán í íslenskum krónum og endurgreiða þau svo í erlendum gjaldeyri. Þessi leið er fyrsti og fremst ætluð fyrirtækjum sem hafa tekjur í erlendri mynt en er einnig leið fyrir jöklabréfaeigendur að leysa þau út á nokkrum árum.
Seðlabankinn óskaði eftir áhugasömum fyrirtækjum í síðustu viku og gaf frest til morgundagsins. Fyrirtækin Marel og Norðurál hafa sýnt áhuga á að fara þessa leið.(ruv.is)
Jöklabréfin,skuldabréf í íslenskum krónum,eru til mikilla vandræða í íslensku efnahagslífi.Tilvist þeirra er aðalástæða þess,að við verðum að halda ströngum gjaldeyrishöftum,þar eð eigendur Jöklabréfanna vilja innleysa þau öll sem fyrst og í einu sem þýðir svo mikla sölu á krónum,að krónan fellur.Framangreind leið gæti leyst málið.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.