Sunnudagur, 10. maí 2009
Fyrsta meirihlutastjórn jafnaðarmanna mynduð
Þau sögulegu tíðindi urðu í dag,að mynduð var fyrsta meirihlutastjórn jafnaðar-og félagshyggjumanna undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttur formanns Samfylkingarinnar.Samfylking og VG mynda stjórnina.Tók þessi stjórn við minnihlutastjórn sömu flokka..Miklar vonir eru bundnar við þessa fyrstu meirihlutastjórn jafnaðarmanna. Stjórnin hefur sett sér að endureisa velferðarkerfið að norrænni fyrirmynd. Sótt verður um aðild að Evrópusambandinu,ef alþingi samþykkir þál. þar um.Veiðiheimildir verða innkallaðar í áföngum og bankakerfið og efnahagslífið endurreist. Ég óska Samfylkingunni til hamingju með þess fyrstu meirihlutastjórn jafnaðarmanna.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.