Er stefna stjórnarinnar skýr?

Nú hefur langur og ítarlegur stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar verið birtur.Hvað segir hann okkur? Hvað vill ríkisstjórnin? Í nokkrum mikilvægum atriðum er stefnan skýr en í öðrum ekki.Stefnan er skýr varðandi ESB.Stjórnin vill sækja um aðild að ESB og tillaga þar um verður lögð fyrir alþingi.Stefnan er einnig skýr varðandi fiskveiðikvótana.Stjórnin vill innkalla þá á 20 árum og láta áætlun þar um taka gildi haustið 2010.Haft verður samráð við hagmsunaaðila í sjávarútvegi um framkvæmd málsins. En í ríkisfjármálum er stefnan ekki skýr. Það á að vísu að spara og skera niður og afla aukinna tekna en ekkert er fjallað um leiðir í þessu efni.Þar treystir ríkisstjórnin mikið á samráð við aðila vinnumarkaðarins og vill framkvæma málin í samráði við þá. Talað er um að halda áfram apð gera ráðstafanir í þágu heimila og fyrirtækja og gera auknar ráðstafanir ef þörf krefur.  Ríkisstjórnin segist vilja standa vörð um velferðarkerfið eins og kostur er.Ljóst er að lífeyrisþegar munu ekki sækja neinar kjarabætur til vinstri stjórnarinnar.Það verður fyrst og fremst um varnarbaráttu að ræða. Það er slæmt að síðasta verk ríkisstjórnar Geirs H. Haarde í lífeyrismálum skyldi vera að skerða lífeyri 3/4 lífeyrisþega um síðustu áramót og einnig kemur það okkur í koll nú að í "góðærinu" voru kjör lífeyrisþega ekki bætt heldur rýrð þar eð þau héldu ekki í við verðbólguna. Einhverjar tilfærslur verða gerðar hjá almannatryggingum,þ.e. fært frá þeim sem meira hafa til þeirra sem hafa verst kjörin.Það getur hjálpað í kreppunni en það er samt slæmt ef kjör hjá vissum lífeyrisþegum verða skert. Ríkisstjórnin lofar samráði vð hagsmunaðila og það mun væntanlega gilda varðandi breytingar hjá lífeyrisþegum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Sæll Björgvin.

Nýja ríkisstjórnin er félagshyggjustjórn sem horfir til hinna norrænu gilda. Það eru mikil umskipti frá því sem Sjálfstæðisflokkur með Framsókn sér við hlið höfðu að leiðarljósi.  Því eru miklar vonir bundnar við að þeir sem minna mega sín verði varðir öðrum fremur í þeim mikla niðurskurði sem framundan óhjákvæmilega er.

En það er þetta með okkur lífeyrisþega . Í þeim efnum sitjum við sem lokið höfum starfsævinni á vinnumarkaði- langt í frá við sama borð. Lífeyriskerfin eru mörg hjá þessari örþjóð. Þeir sem starfað hafa hjá íslenska ríkinu eru almennt tryggðir að fullu með sín eftirlaun þ.e þau rýrna ekki sem hlutfall af viðmiðuðu starfi hjá hinu opinbera.

Hjá þeim sem alla starfsævina hafa unnið á hinum almenna vinnumarkaði eru kjörin öll önnur. Engin trygging er fyrir lífeyrisréttindum þar.  Lífeyriskjör þessa fólks eru að fullu tengd efnahagsástandinu - hvernig kaupin gerast á fjármálamörkuðum.  Nú, eftir efnahagshrunið , er ljóst að ,margir lífeyrirssjóðir verða að skera lífeyri niður- um a.m.k 10 %  og væntanlega enn meir síðar þegar fyllra uppjör liggur fyrir.

Þessir almennu lífeyrissjóðir er einnig örorkulífeyrirsjóðir félaganna sem þá taka sameigilega ábyrgð á hverjum öðrum- það rýrir mjög almennan lífeyri þeirra á eftirlaunaaldri.

Að sjálfsögðu greiðir þetta fólk einnig til Tryggingastofnunar ríkisins- þ.e  þeir einir taka að sér tvöfalda greiðslu tryggingabóta....  Ekki þarf að fjölyrða um öll þau töp sem almennir lífeyrirssjóðir hafa orðið fyrir vegna óstjórnar fjármála í alltof mörgum þeirra. Sjóðfélagar þeirra hafa tíðum glatað öllum sínum lífeyrisréttindum að fullu en mjög margir hárri prósentu, varanlega.  Ljóst má vera að lífeyrismál hjá þjóðinni eru í ósæmilegu ástandi og til skammar. Það búa tvær þjóðir lífeyrisþega í landinu. Því verður að breyta.

En þakkir til þín,Björgvin, fyrir harða baráttu fyrir hag eldri borgara um langa hríð.

  Bestu kveðjur, Sævar Helgason

Sævar Helgason, 11.5.2009 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband