Ekkert um aldraða í stjórnarsáttmálanum!

Það vekur athygli,að það er ekkert um kjör aldraðra í stjórnarsáttmálanum. Þar segir að bæta eigi aðstöðu barna og  fjölskyldna þeirra og  um það segir svo:

 Mikilvægasta verkefni velferðarþjónustunnar og leiðarljós við forgangsröðun í núverandi aðstæðum er að vernda hag og stöðu barna og fjölskyldna þeirra, sem og þeirra sem lakast standa í samfélaginu. 
Það kann að vera meðvituð ákvörðun stjórnarinnar að nefna ekki aldraða á nafn og ræða í stað þess um þá,sem lakast eru settir.Það sjónarmið hefur svo sem heyrst áður,að ekki eigi að taka aldraða út úr.Sé svo er þetta ný nálgun hjá stjórninni. 
Meira að segja,þegar rætt er um að æskilegt sé ,að aldraðir búi sem lengst í heimahúsum er orðið fólk komið í stað  orðsins aldraðir og þar segir:         

.
.
Stefnt verði að því að fólk geti búið heima eins lengi og kostur og vilji er til, meðal annars með því að samþætta heimaþjónustu og heimahjúkrun. Staðið verði við framkvæmdaáætlun um ný hjúkrunarrými fyrir aldraða.
Það sem ég hefi nú rakið staðfestir,að aldraðir munu ekki sækja  kjarabætur til vinstri stjórnarinnar.Aldraðir munu þurfa að heyja harða baráttu til þess að vernda sín kjör.Hugmyndir munu uppi um það að fella niður grunnlífeyri aldraðra í tengslum við frítekjumark ( 30 þús. kr.)vegna tekna úr lífeyrissjóði, þ.e. að taka með annarri hendinni það sem látið er með hinni.Slíkar hundakúnstir leysa engan vanda.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband