Er búið að bæta kjör eldri borgara nóg?

Hvers vegna er ekkert minnst á kjör eldri  borgara í stjórnarsáttmálanum?Er það vegna þess að búið sé að bæta kjör eldri borgara nóg?Lítum á það. Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks setti lágmarksframfærslumið fyrir lífeyrisþega 1.sept. 2008. Var þá ákveðið að telja 25 þús. kr. greiðslu fjármálaráðuneytis til lífeyrisþega,sem ekkert hefðu úr lífeyrissjóði, með bótum almannatrygginga og bæta 1500 kr. við  á mánuði.Við það fóru lágmarksbætur aldraðra og öryrkja (einhleypinga)í 150 þús. fyrir skatta,130 þús.eftir skatta á mánuði. Þessar lágmarksbætur eru í  dag 180 þús kr. fyrir skatta og 150 þús. kr. eftir skatta.Það er langur vegur frá,að þessar upphæðir dugi fyrir framfærslukostnaði og miðað við meðaltalsútgjöld einstaklinga skv. neyslukönnun Hagstofunnar vantar mikið upp á en samtök eldri borgara telja  að miða eigi lífeyri aldraðra við neysluykönnun Hagstofunnar.Um síðustu áramót voru kjör 3/4 eldri borgara skert.

Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks  dró úr tekjutengingum þeirra sem eru í vinnumarkaði og afnam skerðingu lífeyris vegna tekna maka.Hvort tveggja var til mikilla bóta.En ekkert var gert í að draga úr skerðingu tryggingabóta vegna tekna úr lífeyrissjóði og kjör þeirra,sem ekki eru á vinnumarkaði voru lítið sem ekkert bætt.Það er því undarlegt,að málefni aldraðra séu nánast strikuð út úr stjórnarsáttmálanum!

 

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband