Tillaga um viðræður við ESB kynnt stjórnarandstöðu

Drög að þingsályktunartillögu um aðild Íslands að Evrópusambandinu verða kynnt leiðtogum stjórnarandstöðunnar í dag. Stjórnarandstæðingar eru ófúsir til að gefa upp afstöðu sína til málsins fyrr en þeir hafa séð ályktunardrögin.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í gær kemur fram að utanríkisráðherra muni leggja fram á Alþingi tillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á vorþingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu liggja ályktunardrögin nú fyrir og verða þau að líkindum kynnt leiðtogum stjórnarandstöðuflokkanna á fundi nú síðdegis.

Þar verður meðal annars lögð áhersla á víðtækt samráð við hagmunaðila og Alþingi á meðan samningaviðræðum stendur, þannig verður sett á fót sérstök Evrópunefnd sem verður utanríkisráðherra til ráðuneytis. Þá má búast við að ákveðnir grundvallarhagsmunir verði tilgreindir í ályktuninni sem standa á sérstakan vörð um.

Um afdrif málsins á þingi er erfitt að segja. Gera má þó ráð fyrir að þingmenn Samfylkingarinnar greiði allir atkvæði með málinu. Þuríður Backman, þingmaður VG, hefur hins vegar staðfest við fréttastofu að hún og að minnsta kosti fjórir aðrir þingmenn flokksins geti ekki hugsað sér að greiða atkvæði með tillögunni eins og sakir standa. Þinghópur Borgarahreyfingarinnar styður málið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum en hvorki Framsóknarmenn né Sjálfstæðismenn vilja gefa upp afstöðu sína fyrr en tillagan liggur fyrir og búið er að ræða hana í þingflokkunum.(ruv.is)

Það er gott  að  ríkisstjórnin drífi í því að kynna þetta stóra mál fyrir stjórnarandstöðunni.Reikna má með að Framsókn styðji tillöguna ef hún er ánægð með hana. En væntanlega verður orðalagi breytt í samræmi við óskir Framsóknar,þar eð flokkurinn er hlynntur aðildarviðræðum



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Afgerandi að hafa Framsókn með í þessu, Sjálfstæðisflokkurinn má gera eins og honum sýnist. Væntanlega mun hann standa fyrir málþófinu sem fyrr.

Finnur Bárðarson, 11.5.2009 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband