Mánudagur, 11. maí 2009
Kommaáróður gegn krötum
Mér fannst eins og ég væri að lesa Þjóðviljann í gamla daga,þegar ég las grein Guðmundar Andra Thorssonar í Fréttablaðinu í dag.Þarna var ljóslifandi kominn gamli kommaáróðurinn gegn krötum. Guðmundur Andri segir um leiðtoga Alþýðuflokksins: Foringjarnir litu út sem lyddur gagnvart erlendu valdi. Og : Kratarnir voru deigir. Og fleira í þessum dúr mátti lesa í grein Guðmundar Andra. Íslenskir kommar hafa löngum stimplað krata á Íslandi sem lyddur gagnvart erlendu valdi.En það voru einmitt íslenskir kommar,sem tóku við fyrirskipunum frá Moskvu og vörðu Moskvu kommúnismann allt til hins síðasta.Ég hefði í sporum Guðmundar Andra látið kyrrt liggja á sögulegum degi fyrstu meirihlutastjórnar jafnaðar- og félagshyggjumanna á Íslandi.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.