Þriðjudagur, 12. maí 2009
Ríkisstjórnin fundar á Akureyri í dag
Nýja ríkisstjórnin ætlar að halda sinn fyrsta fund í bæjarstjórnarsalnum í Ráðhúsinu á Akureyri í dag, og hefst hann í hádeginu. Þetta er að líkindum fyrsti ríkisstjórnarfundur, sem haldinn hefur verið utan Reykjavíkur og Þingvalla og velta Akureyringar fyrir sér hvort Akureyri sé ekki höfuðborg landsins, í dag að minnsta kosti.
Að tilmælum almannavarnaráðs fara ráðherrarnir norður í þremur hópum til öryggis. Fyrsti hópurinn fór norður í gærkvöldi og hinir tveir fara fyrir hádegi, allir með áætlunarflugi. (visir.is)
Þetta er skemmtileg nýbreytni.Þetta er táknrænt og leiðir í ljós,að ríkisstjórnin vill leggja áherslu á landsbyggðina en ekki aðeins höfuðborgarsvæðið og suðvesturhornið.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.