Þriðjudagur, 12. maí 2009
Ríkið á erfitt með að beina innkaupum að íslenskum vörum fremur en innfluttum
Erfitt er að sjá hvernig ríkið getur notað innkaup sín til að styðja við bakið á innlendri atvinnustarfsemi og nýsköpun án þess að fara á svig við reglur sem gilda um innkaup á Evrópska efnahagssvæðinu. Vegna gengis íslensku krónunnar er staða innlendra framleiðenda góð.
Í kafla um bráðaaðgerðir gegn atvinnuleysi í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að við innkaup ríkisins verði meðal annars horft til þess að styðja við bakið á innlendri atvinnustarfsemi og nýsköpun. Ég hef ekkert út á þetta að setja. Stærstur hluti af innkaupum ríkisins er háður samningnum um EES um útboðsskyldu. Ég sé ekki hvernig ríkið getur beint viðskiptum sínum til innlendra fyrirtækja eða nýsköpunarfyrirtækja án þess að ganga á svig við ákvæði EES, segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.(mbl.is)
Þetta er rétt hjá Andresi.Vegna EES samningsins getur ríkið ekki beint innkaupum sínum til innlendra aðila frekar en erlendra.Og ekki má leggja meiri tolla á innlenda vöru en innflutta.En gengi krónunnar er það lágt,að innlendar vörur ættu yfirleitt að' vera ódýrari en innfluttar og því hagstæðara að kaupa þær. Síðan er ekkert unnt að segja við frjálsum áróðri um að kaupa íslenskt.
Björgvin Guðmundsson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.