Þriðjudagur, 12. maí 2009
Jóhanna sýnir mikinn styrk og kjark
Kvótakóngar og aðrir fylgjendur kvótakerfisins sóttu hart að stjórnarflokkunum fyrir kosningar og áður en stjórnin var mynduð.Þeir beittu miklum hræðsluáróðri og reyndu að hrekja ríkisstjórnina af leið í kvótamálinu.Sögur voru komnar á kreik um að stjórnarflokkarnir væru fallnir frá innköllun veiðiheimilda. En svo var ekki. Jóhanna,forsætisráðherra,sýndi mikinn styrk og kjark í þessu máli.Hún lét ekki hrekja sig af leið. Hún heldur fast við innköllun veiðiheimilda en vill hafa samráð við hagsmunasamtök um framkvæmdina. Steingrímur stendur með henni í málinu.Hið sama má segja um ESB málið. Í því máli hefur Jóhanna einnig sýnt mikinn styrk og kjark. Það er erfitt að koma því máli í höfn með samstarfsflokkinn með aðra stefnu í málinu. En það fannst lausn og báðir stjórnarflokkarnir eru sammmála um hana,þ.e. að leggja tillögu um aðildarviðræður fyrir alþingi.
Mörg önnur stór mál bíða ríkisstjórnarinnar en þar ber hæst ríkisfjármálin.Í því máli eru þau Jóhanna og Steingrímur alveg samstíga.Þau vilja bæði skera niður ríkisútgjöld og afla nýrra tekna en standa vörð um velferðarkerfið eins og kostur er.Það þarf mikinn styrk og kjark til þess að takast á við öll þessi erfiðu verkefni en Jóhanna hefur sýnt hvort tveggja. Hún hefur vaxið sem stjórnmálamaður.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.