Þriðjudagur, 12. maí 2009
Gleymum ekki málefnum eldri borgara
60+ stjórn eldri borgara í Samfylkingunni hefur stofnað heimasíðu,sem er undirsíða heimasíðu Samfylkingarinnar. Ég sendi meðf. greinarkorn inn á þessa síðu 60+ í dag:
Það er lítið um kjaramál aldraðra í stjórnarsáttmála nýju stjórnarinnar. Það er fjallað um börn og fjölskyldur þeirra og þá sem minna mega sín.Víst er mikilvægt í kreppunni að hlúa að börnunum og fjölskyldum þeirra og baráttan gegn atvinnuleysinu þarf að hafa algeran forgang.En ekki má gleyma kjaramálum aldraðra og öryrkja.
Það sem er mikilvægast í kjaramálum aldraðra í dag er eftirfarandi:
Hækka þarf lífeyri þeirra,sem ekki hafa neitt úr lífeyrissjóði. Þeir hafa í dag 150 þús. kr. á mánuði.( einhleypingar) eftir skatta.Það er of lítið og dugar ekki fyrir sómasamlegri framfærslu.
Afnema þarf í áföngum skerðingu tryggingabóta vegna tekna úr lífeyrissjóði.Byrja mætti með frítekjumarki,sem væri 100 þús. kr. á mánuði eins og vegna atvinnutekna.
Hækka þarf verulega frítekjumark vegna fjármagnstekna.Það er nú 98 þús. kr á ári og dugar ekki fyrir örlitlum sparnaði eldri borgara. Þetta frítekjumark þyrfti að vera a.k.m. 500 þús á ári.
Lækka þarf skatt af tekjum úr lífeyrissjóði og færa hann í 10% eins og fjármagnstekjuskattur er nú.
Skattleysismörkin þurfa að hækka,t.d. í tengslum við einhverjar skattabreytingar. Hækkun skattleysismarka er besta kjarabótin fyrir aldraða.
Getið er um endurskoðun laga um almannatryggingar í stjórnarsáttmála og væntanlega munu einhverjar umbætur fyrir aldraða sjá dagsins ljós í þeirri endurskoðun.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.