Laun toppanna hjá ríkinu verða lækkuð

Laun bankastjóra Íslandsbanka og Kaupþings munu lækka um að minnsta kosti 815 þúsund krónur verði launum starfsmanna ríkisins breytt þannig að engin hafi hærri laun en forsætisráðherra. Laun þeirra nema nú 1750 þúsund krónum eftir því sem komið hefur fram í fjölmiðlum, en forsætisráðherra hefur 935 þúsund krónur á mánuði samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu. Laun bankastjóra Landsbankans nema 1500 þúsund krónum og eru því 565 þúsund krónum hærri en laun forsætisráðherra.

Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Landspítalans, hefur rétt rúmar 1390 þúsund krónur í laun á mánuði samkvæmt upplýsingum frá Kjararáði og er því með um 455 þúsund krónum meira en forsætisráðherra.

Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Bjarnasyni, framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs, eru laun hans um 1218 þúsund krónur á mánuði og er því munur á launum hans og forsætisráðherra 283 þúsund krónur. Þá er Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, með 1250 þúsund krónur í laun eftir því sem fram kom í fréttum RÚV í gær. Það er 315 þúsund krónum meira en forsætisráðherra.

Fréttastofa hefur ekki fengið staðfest hver laun Páls Magnússonar útvarpsstjóra eru. Eftir að rekstrarfyrirkomulagi Ríkisútvarpsins var breytt í opinbert hlutafélag voru laun hans 1500 þúsund. Eftir það hafa stjórnendur upplýst að laun útvarpsstjóra hafi verið lækkuð um 15% eða 225 þúsund krónum. Laun hans gætu því verið um 1275 þúsund krónur sem myndi þýða 340 þúsund króna launalækkun fyrir hann, nái tillögur ríkisstjórnarinnar fram að ganga.

Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, treysti sér ekki til þess að gefa upp laun sín þegar fréttastofa hafði samband við hann í gær en sagði ljóst að hann væri með hærri laun en forsætisráðherra. (visir.is)

Ég tel,að lækka eigi laun toppanna hjá ríkinu mikið meira. Þeir eiga ekki að hafa laun eins og forsætisráðherra eða ráðherrar. Ég tel nóg,að topparnir hafi 5-700 þús. á mánuði og laun þeirra,sem eru næst fyrir neðan lækki hlutfallslega.

 

Björgvin Guðmundsson










« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband