Samtök fiskvinnslustöðva á móti fyrningarleið

Stjórn Samtaka fiskvinnslustöðva leggst eindregið gegn öllum tillögum og hugmyndum í Samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri Grænna um svokallaða fyrningarleið í sjávarútvegi og innköllun á öllum fiskveiðiheimildum á næstu tveimur áratugum.

Samtök fiskvinnslustöðva neita að trúa því fyrr en á reyni að stjórnvöld fari þessa leið. Fyrningarleiðin feli í sér að afkomu sjávarútvegsfyrirtækja og atvinnuöryggi starfsfólksins verði kippt í burtu á fáeinum árum. Komist fyrningarleiðin til framkvæmda muni hún leiða til fjöldagjaldþrota í sjávarútvegi með ófyrirséðum afleiðingum fyrir starfsfólk fyrirtækjanna og þau sveitarfélög þar sem útgerð og fiskvinnsla  er burðarás atvinnulífsins.  

Samtök fiskvinnslustöðva benda á að sjávarútvegur gegni nú á nýjan leik lykilhlutverki í íslensku atvinnulífi. Fyrirtæki í sjávarútvegi hafi tekið miklum breytingum á undanförnum árum og nái verksvið margra þeirra til fiskveiða, fiskvinnslu og markaðssetningar sjávarafurða.

Stjórn Samtaka fiskvinnslustöðva skorar á ríkisstjórnina að hverfa frá áformum um  fyrningarleið í sjávarútvegi og setjast heldur niður með fulltrúum hagsmunaaðila í sjávarútvegi og ræða þau viðfangsefni sem brenni mest á atvinnugreininni.   (ruv.is)

Hér kemur fram sama afstaða og hjá LÍÚ.Þessir aðilar reka hræðsluáróður Það má færa rök fyrir því,að það sé einmitt kvótakerfið sem steypt hafi útgerðinni í miklar skuldir.Á tímabili græðgisvæðingarinnar tóku útgerðirnar stanslaust lán til þess að kaupa kvóta og braska með þá.Þær vildu alltaf kaupa meira og meira  og skuldsetja sig  æ meira. Skuldir útgerðarinnar í ´ríkisbönkunum nema nú um 500 milljörðum.Útgerðin getur ekki greitt þessar skuldir.Í rauninni er hún gjaldþrota.Ástandið er ekki svona vegna fyrningarleiðar. Það er svona vegna kvótakerfisins.Eini aðilinn,sem getur skorið útgerðina niður úr snörunni er ríkið,sem nú á  bankana.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband