Ísland styður Jóhönnu Guðrúnu

Það var mjög ánægjulegt,að Jóhanna Guðrún skyldi komast áfram í Eurovision í gærkveldi.Hún flutti íslenska lagið vel og stóð sig með prýði.Mér leist ekkert á blikuna,þegar búið var að draga út 9 umslög og Ísland var ekki komið á blað.En í 10.umslaginu kom nafn Íslands. Sagt var að dómnefndin hefði valið Ísland. Þetta voru miklar gleðifréttir og vonandi stendur Jóhanna Guðrún sig jafnvel í úrslitunum á laugardag. Ísland stendur með Jóhönnu Guðrúnu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband