Miðvikudagur, 13. maí 2009
Aldraðir og öryrkjar fái fulla verðlagsuppbót
Þing Landssambands eldri borgara er haldið í Hveragerði í dag og á morgun.Þar er m.a. fjallað um kjaramál eldri borgara..
Á aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík í sl. mánuði var eftirfarandi samþykkt:
"Aðalfundurinn skorar á ríkisstjórnina að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum þannig, að lífeyrir allra þessara lífeyrisþega fái fulla verðlagsuppbót frá 1. mars en um síðustu áramót fékk meirihluti lífeyrisþega skerta verðlagsuppbót og mátti því í raun sæta skerðingu á lífeyri sínum frá almannatryggingum. Um áramót fengu aðeins þeir, sem eru með lægstan lífeyri fullar verðlagsuppbætur, tæplega 20%, en aðrir lífeyrisþegar fengu aðeins 9,6% verðlagsuppbót."
Hér er aðeins farið fram á eðlilega leiðréttingu. Öryrkjabandalagið hefur haft það til athugunar hvort það væri lögbrot að svipta 3/4 hluta lífeyrisþega lögbundinni verðlagsuppbót.Hvað sem út úr þeirri athugun kemur er það sanngjarnt og eðlilegt að lífeyrisþegar fái verðlagsuppbót
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.