Slakað á kröfum um klæðaburð á alþingi

Ekki verður lengur gerð sú krafa til alþingismanna að þeir séu með hálstau svo sem slifsi eða bindi. Það var forsætisnefnd Alþingis sem tók þessa ákvörðun. Nýir þingmenn sitja á skólabekk í dag þar sem þeir kynnast öllu því sem felst í þessu eftirsótta starfi, þingmennsku.Tuttugu og sjö nýir þingmenn taka sæti á Alþingi nú að loknum alþingiskosningum. Níu þingmenn eru nýir hjá Samfylkingu, sex þingmenn Vinstri grænna eru nýir og fimm hjá Framsókn. Þrír hjá Sjálfstæðisflokki og fjórir hjá Borgarahreyfingunni sem er nýtt stjórnmálaafl á Alþingi.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband