Stjórnin kynnir skattabreytingar eftir helgi

Ríkisstjórnin ætlar að kynna áætlun sína um skattahækkanir fljótlega eftir að þing kemur saman. Jóhanna Sigurðardóttir sagði í gær að ríkisstjórnin myndi ekki taka hærra hlutfall af vergri landsframleiðslu til sín í gegnum skattkerfið en ríkisstjórn Geirs H. Haarde hefði gert í góðærinu.

Jóhanna sagði í samtali við mbl sjónvarp á Reykjavíkurflugvelli í  gærmorgun að það væri ágætt að hafa til hliðsjónar að þótt skattar þurfi að hækka talsvert verði ríkið ekki að fá af því meiri tekjur en á síðustu árum. Unnið verði samkvæmt þeirri reglu að skattbyrði verði aukin hjá þeim sem megi við því frekar en þá sem hafi litlar og meðaltekjur. Sú regla verði líka höfð til hliðsjónar þegar komi að niðurskurði útgjalda. Aðspurð um hversu mikið tekjuskattur yrði hækkaður, svaraði Jóhanna að það muni liggja fyrir fljótlega eftir að þing kemur saman.(mbl.is)

Menn bíða spenntir   eftir að heyra um skattatillögur ríkisstjórnarinnar. Búist er við að skattar á háum tekjum verði hækkaðir,einnig að fjármagsntekjuskattur hækki,jafnvel er hugsanlegt að virðisaukaskattur hækki eitthvað. En ekkert er þó víst í þessu efni enn.

 

Björgvin Guðmundsson 

 

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband