Fimmtudagur, 14. maí 2009
Eldri borgara refsað fyrir að greiða í lífeyrissjóð!
Einhleypur ellilífeyrisþegi,sem fær 50 þús.kr. á mánuði úr lífeyrissjóði, fær 123 þús. kr. á mánuði eftir skatta frá almannatryggingum.Lífeyrir hans frá almannatryggingum er skertur um 32 þús. kr. á mánuði vegna þess að hann er í lífeyrissjóði.Ríkið refsar þessum eldri borgara á þennan hátt fyrir að hafa greitt af launum sínum í lífeyrissjóð.Það má eiginlega segja,að þetta jafngildi því að ríkið hrifsi 32 þús. kr. af 50 þús. kr. lífeyri úr lífeyrissjóði.Sá,sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð fær 155 þús. kr. á mánuði eftir skatta frá almannatryggingum.Auk þess tekur ríkið að sjálfsögðu skatt af lífeyrinum úr lífeyrissjóðnum.Þegar ríkið hefur látið greipar sópa um þessar 50 þús.kr. með sköttum og skerðingum eru aðeins rúmlega 10 þús. kr. eftir.
Hvort,sem umræddir ellilífeyrisþegar hafa 155 þús.kr. eða rúmlega 165 þús kr. til ráðstöfunar á mánuði er þetta alltof naumt skammatað.Af þessumi fjárhæð um þarf eldri borgarinn að greiða húsnæði,fæði og klæði, lyf og læknishjálp,síma,sjónvarp og útvarp og kostnað við samgöngur,kostnað við eigin bíl eða almenningssamgöngur.Það er erfitt að framfleyta sér á þessum lágu launum.Húsnæðiskostnaður getur verið í kringum 100 þús. kr. á mánuði..Þá sjá allir,að það er nánast útilokað að láta enda ná saman.Þetta er ekki okkur til sóma.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.