Noregur áfram í EES

Stjórnvöld Noregs og Leichtenstein eru sammála um að halda áfram með EES-samninginn þrátt fyrir að Ísland gangi í Evrópusambandið.

Þetta var niðurstaða fundar Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs og Aurelia Frick utanríkisráðherra Leichtenstein á fundi þeirra tveggja í Madrid á Spáni í vikunni.

Í frétt um málið á vefsíðunni e24.no er vitnað í viðtal við Störe sem segir að ráðherrarnir hafi rætt ítarlega um þá stöðu sem kynni að koma upp ef Ísland sækir um aðild að ESB. „Bæði löndin eru sammála um að EES verði áfram tenging þeirra við ESB," segir Störe.

Báðir utanríkisráðherrarnir vildu einnig undirstrika að þótt Ísland færi í aðildarviðræður við ESB væri landið áfram aðili að EES þar til niðurstaða um hvort af aðild eða ekki liggur fyrir.(visir.is)

Það kemur ekki á óvart,að Noregur oig Lichtenstein vilji vera áfram í EES. En eftir næstu .þingkosningar í Noregi gætu mál breyst og Noregur ákveðið að sækja um aðild að ESB. Ef Ísland gengur í ESB má telja nokkuð víst,að Noregur fylgi í kjölfarið.Síðan er það önnur saga hvort ESB vill halda EES eftir að Ísland hefur gengið í ESB og ríkjum EES hefur fækkað um eitt.Það er ekki öruggt.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband