Fimmtudagur, 14. maí 2009
Tillagan um aðildarviðræður birt
Tillögudrög Össurar Skarphéðinssonar sem kynnt voru á fundi forystumanna stjórnmálaflokkanna í gær og á fundum utanríkisráðherra með formönnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og fulltrúa þinghóps Borgara-hreyfingarinnar í dag hafa verið birt á vef Utanríkisráðuneytisins. Nokkur leynd hefur hvílt yfir tillögunni og voru formenn flokkanna bundnir trúnaði. Össur sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að drögin yrðu hugsanlega opinberuð í dag. Það hefur nú verið gert.
Tillögudrögin hljóma svo:
Alþingi samþykkir að ríkistjórnin leggi inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning."(visir.is)
Mér líst vel á tillöguna.Hún er skýr og ákveðin og stuttorð.Framsókn ætti að geta samþykkt þessa tillögu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.