Alþingi verður sett í dag

Alþingi verður sett í klukkan hálftvö. Að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni mun aldursforseti þingsins, sem er Jóhanna Sigurðardóttir, stjórna kjöri kjörbréfanefndar en að því loknu verður þingfundi frestað til klukkan fjögur. Tuttugu og sjö nýir þingmenn taka nú sæti á Alþingi, þar af 20 nýliðar, og hafa nýliðar ekki verið jafnmargir áður. Þeir vinna drengskaparheit í dag.(visir.is)

Stærsta málið,sem verður lagt fyrir sumarþingið er tillaga um að ríkisstjórnin sæki um aðild að ESB.Þetta er álíka mikilvæg tillaga og tillagan um að Ísland gerðist aðili að NATO.Það vekur athygli,að stjórnarflokkarnir og Borgarahreyfingin hafa samvinnu við nefndarkjör.Það bendir til þess að Borgarahreyfingin ætli að hafa gott samstarf við ríkisstjórnina.Borgarahreyfingin hefur tekið jákvætt í að styðja tillöguna um aðildarviðræður við ESB.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband