Föstudagur, 15. maí 2009
Viðskiptaráðherra ósammála fulltrúa IMF
Gylfi Magnússon efnahagsráðherra telur svigrúm til vaxtalækkana, þvert á skoðun fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra veltir því fyrir sér hvort Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn andi ekki köldu ofan í hálsmálið á mönnum, í Seðlabankanum, sem á að taka sjálfstæða afstöðu til vaxtastigsins.
Franek Rozwadowski, sendifulltrúi AGS, sagði í gær að aðstæður væru ekki fyrir hendi fyrir frekari lækkun stýrivaxta Seðlabankans umfram þá lækkun sem þegar væri orðin. Þetta fer þvert gegn yfirlýsingu Seðlabankans um umtalsverða stýrivaxtalækkun í júní verði ákveðnar forsendur uppfylltar.
Gylfi segir að Seðlabankinn og AGS muni eflaust ræða málið sín á milli. Ég hef sjálfur talið svigrúm til vaxtalækkana í ljósi þess hve verðbólgan fer hratt niður og reyndar af öðrum ástæðum. Hann hafi þó ekki heyrt rök AGS og segir ekkert óeðlilegt að peningastefnunefnd Seðlabankans hlusti eftir þeim. En ef hún telur rétt að lækka vexti þá einfaldlega gerir hún það. Hann vill þó ekkert spá um hvort líklegt sé að af vaxtalækkun verði í júní.
Ekki náðist í fjármálaráðherra í gær en Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra segir beinlínis þjóðhættulega stefnu að halda vöxtunum uppi. Hann segist munu taka málið upp á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Við eigum ekkert að sitja undir einhverju tilskipunarvaldi ef það er byggt á ranglæti og ranghugsun. Hann telji stöðuga ástæðu fyrir endurskoðun samkomulagsins við AGS. Og mér finnst þessi hávaxtastefna vera tvímælalaust tilefni til að setja fram spurningar og fá svör.
(mbl.is)
Ég er sammmála ráðherrunum.Vextirnir verða að lækka í júní eins og bankastjóri Seðlabankans talaði jákvætt um.Það er alger nauðsyn fyrir atvinnulífið og heimilin.IMF getur ekki gefið Seðlabankanum nein fyrirmæli um vaxtabreytingar.Vaxtaákvarðanir eru í höndum Seðlabankans.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.